Fréttir

Hugleikur Dagsson segir hluti á sviði

Hugleikur Dagsson er þekktastur fyrir myndasögur sínar sem eru nú til í u.þ.b. 20 bókum og á u.þ.b. 10 tungumálum. Auk þess hefur hann skrifað þrjú leikrit og unnið fyrir sjónvarp. Þar á meðal skaupin '06 og '08 og sjónvarpsþáttaraðirnar TVíhöfði og Hlemma Video. Hann rekur bókaútgáfuna Ókei Bæ og reynir að vera myndlistamaður þess á milli. Síðastliðið ár hefur hann þróað eigið uppistand sem gefur hans fyrri verkum ekkert eftir hvað varðar siðleysi. Hann fjallar um allt milli himins og jarðar. Ja, reyndar ekki allt. Bara sumt. Meðal annars um kynlíf, dauða og brúðubílinn.

Anna Svava Knútsdóttir leikkona og grínisti hitar upp.

Dóri DNA, rappari og grínisti kynnir atriðin.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál