Fréttir

Jón Kalman Stefánsson hlýtur P O Enquist verðlaunin

Jón Kalman Stefánsson hlýtur í ár sænsku bókmenntaverðlaunin sem kennd eru við rithöfundinn Per Olov Enquist. Verðlaunin verða afhent við opnun bókmenntahátíðarinnar í Gautaborg á fimmtudaginn kemur.

Jón er sjöundi höfundurinn sem hlýtur verðlaunin, en þau voru stofnsett árið 2005 í tilefni af sjötugsafmæli Enquists. Í dómnefnd sitja fulltrúar skandinavísku forlaganna Norstedts, Gyldendal og Rosinante & Co, auk Enquists sjálfs, en yfirlýst markmið verðlaunanna er að bekenna höfunda sem standa á barmi heimsfrægðar, hvorki meira né minna.

Í áliti dómnefndar kemur fram að skáldsaga Jóns, Himnaríki og helvíti, sé stórbrotin og töfrandi, að þar spretti mikill skáldskapur úr lífinu sjálfu, sem aftur blási nýju lífi í skáldskaparlistina. Að launum býðst Jóni að dvelja og starfa einn mánuð í evrópskri borg að eigin vali. Meðal fyrri handhafa verðlaunanna má nefna þýska rithöfundinn Daniel Kehlmann og hina dönsku Helle Helle.

Harmur englanna kemur þar að auki út í sænskri þýðingu John Swedenmarks í næsta mánuði, og nefnist þar Änglarnas sorg.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál