Fréttir

Ljóðahátíð í Eyjafirði

Síðustu helgina í september verður haldin ljóðahátíð í Eyjafirði. Á dagskrá er ljóðaganga í  Grundarskógi og ljóðakvöld með þátttöku nokkurra skálda. Aðstandendur hátíðarinnar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Hin árlega Ljóðaganga í Eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði.

Dagskrá verður þríþætt. Fyrst verður ljóðakvöld í Verksmðjunni á Halteyri kl. 21.00 föstudaginn 23. september. Síðan Ljóðaganga Grundarskógi í Eyjafirði kl. 14.00 laugardaginn 24. september. Að lokum ljóðakvöld í Populus tremula sama kvöld kl. 21.00.

Fram munu koma m.a. eftirtalin skáld:

Guðbrandur Siglaugsson
Anton Helgi Jónsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Bjarni Gunnarsson
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Ísak Harðarson

Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill. Malpokar leyfðir.

Ljóðahátíðin er styrkt sérstaklega af Menningarráði Eyþings, Uppheimum og Amtsbókasafninu á Akureyri.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál