Fréttir

Sögur af stúlkum

Soffía Auður BirgisdóttirÍ tengslum við ritþing Vigdísar Grímsdóttur sem verður í Gerðubergi, 5. nóvember, verður námskeið þar sem fjallað verður um höfundarverk hennar. Það er Soffía Auður Birgisdóttir sem leiðbeinir og fær með sér góða gesti, þær Dagnýju Kristjánsdóttur og sjálfan höfundinn, Vigdísi Grímsdóttur.
Skoðaðar  verða sérstaklega skáldsögurnar Stúlkan í skóginum, Þögnin og þríleikurinn: Frá ljósi til ljóss; Hjarta, tungl og bláir fuglar og Þegar stjarna hrapar.

Yfirskrift námskeiðsins er Sögur af stúlkum og það verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi:

Mánudag   24. október kl. 20:00 – 22:00
Laugardag 29. október kl. 10:00 – 12:00
Mánudag   31. október kl. 20:00 – 22:00

Námskeiðsgjald: kr. 6.000.-

Skráning: gerduberg@reykjavik.is eða í síma 575 7700


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál