Fréttir

Ljóðadagskrá í Útúrdúr

100.000 poets for change er ljóðaviðburður sem fram fer í 400 borgum um heim allan þann 24. september næstkomandi. Þennan dag ætla skáld um víða veröld að koma saman undir merkjum pólitískra og samfélagslegra breytinga, á skapandi hátt. Engin landamæri er viðfangsefni kvöldsins.

Skáld, flóttafólk og hverskyns gjörningalistamenn svara kallinu og sameinast ásamt kollegum sínum um heim allan undir merkjum 100.000 poets for change. Viðburðurinn hefst kl. 20 í bókabúðinni Útúrdúr  að Hverfisgötu 42 laugardaginn 24. September.

Míkrófóninn verður öllum opinn en meðal annarra koma fram:

Angela Rawlings
Bragi Páll
Bjarni Klemenz
Brynja Huld
Dj flugvél og geimskip
Elías Knörr
Haukur Hilmars
Hekla Björt
Hertha Richards
Jón Bjarki
Línus Orri
Odderino
Séra B Fé og Kærleiksbjörninn
Siggi pönk
Sindri Freyr
Solveig Páls
Sveinn Dúa

Lesa má nánar um málstaðinn á Facebook síðu fyrir viðburðinn


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál