Fréttir

Gaddakylfan afhent í gær

Úrslit voru kynnt í glæpasagnakeppni Hins íslenska glæpafélags og DV, Gaddakylfunni, í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Jón Atli Jónasson fyrir söguna Í kjallaranum, hann fékk að launum iPad tölvu og verðlaunagripinn Gaddakylfuna 2011 til eignar.

Tveir höfundar deildu með sér öðru sætinu en þeir eru Valur Grettisson fyrir söguna Hinu megin við götuna, og Þorsteinn Gunnlaugsson fyrir söguna Margt er líkt með hjónum. Í þriðja sæti var Haukur Már Haraldsson með söguna Háflæði. Alls bárust 62 sögur í keppnina.

Verðlaunasögurnar fjórar verða birtar í helgarblaði DV á morgun, föstudag, auk fjögurra annarra.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál