Fréttir

Minningarfyrirlestur Snorra Sturlusonar 2011

Þriðjudaginn næstkomandi, þann 27. september, heldur Viðar Pálsson fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti. Erindið er í röð minningarfyrirlestra um Snorra Sturluson, sem lést þann 23. september 1241. Fyrirlestur Viðars hefst klukkan 20:30 og eru allir velkomnir.

Einstaklingurinn, sköpunargáfan og listaverkið hlutu mikið rúm í söguskoðun „íslenska skólans" um og fyrir miðja síðustu öld, og þóttust menn þar kenna kjarna fornnorrænnar menningar og frumforsendu helstu afreka hennar. Í fyrirlestrinum verða hugmyndafræðilegar rætur slíkrar túlkunar hins vegar raktar til mennta- og menningarstrauma á nítjándu öld—einkum innan hins þýskumælandi heims—fremur en til norrænnar fortíðar. Færð verða rök að því að merkisberar íslenska skólans, einkum Einar Ól. Sveinsson og Sigurður Nordal, endurómi grunnstef sem þegar um miðja nítjándu öld urðu áberandi í fræðilegri umræðu í Evrópu og sóttu mjög á rétt um það leyti sem Um Sturlungaöld og Íslenzk menning voru rituð, tvö öndvegisrit rannsóknarhefðarinnar. Þannig hafi alþjóðlegar og nútímalegar hugmyndir mótað skilning íslenska skólans á forníslenskri menningu og bókmenntum með afgerandi hætti.

Viðar Pálsson lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann er stundakennari við Háskóla Íslands í miðaldafræðum og réttarsögu. Meðal fyrirliggjandi rannsóknarverkefna hans má nefna þýðingu á og skýringar við Hamborgarbiskupasögu Adams frá Brimum, í félagi við dr.Sverri Jakobsson.

lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann er stundakennari við Háskóla Íslands í miðaldafræðum og réttarsögu. Meðal fyrirliggjandi rannsóknarverkefna hans má nefna þýðingu á og skýringar við Hamborgarbiskupasögu Adams frá Brimum, í félagi við dr.Sverri Jakobsson.
Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál