Fréttir

Mátti kerlingin ekki skrifa í friði?
Marin HrafnsdóttirMiðvikudaginn 28. september mun Marín G. Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, segja frá lífi og list ömmu sinnar. Spjallið kallar hún Mátti kerlingin ekki skrifa í friði? Guðrún frá Lundi var 59 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók árið 1946, hún skrifaði síðan 27 bindi af skáldsögum, nærri 10.000 síður og þá síðustu þegar hún var 86 ára gömul. Hún var metsöluhöfundur í áratugi en ekki voru allir jafnhrifnir af vinsældunum og var hún nefnd drottning kerlingabókanna. Sjálf gerði Guðrún góðlátlegt grín að öllum látunum en hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í einu blaðaviðtali, „Kerling eins og ég má ekki skrifa svona mikið”.

Meira um bókakaffidagskrá í Gerðubergi.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál