Fréttir

Fluga Bryndísar hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Íslensku barnabókaverðlaunin voru veitt í gær, þriðjudaginn 27. september, við hátíðlega athöfn í Rimaskóla. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið, en Bryndís hefur áður sent frá sér bókina Orðabelgur Ormars ofurmennis. Flugan sem stöðvaði stríðið fjallar um þrjár húsflugur, þær Kolkex, Hermann Súkker og Fluguna, sem flýja að heiman og leita uppi munka í Tíbet sem sagðir eru ekki gera flugu mein.

Verðlaunabókin er nú komin út hjá Forlaginu.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál