Fréttir

Tomas Tranströmer fær Nóbelinn

Nú fyrir stundu var tilkynnt að sænska ljóðskáldið Tomas Tranströmer hljóti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2011. Í rökstuðningi segir að það sé "vegna þess að hann veiti okkur ferska sýn á veruleikann með samanþjöppuðum og hálfgagnsæjum myndum sínum."

Tomas Tranströmer fæddist í Stokkhólmi árið 1931. Fyrsta ljóðabók hans, 17 dikter, kom út 1954 og þótti hún með merkari byrjendaverkum sem komu út þann áratuginn. Þar mátti strax sjá áhuga Tranströmers á náttúru og tónlist sem hefur einkennt verk hans æ síðan. Ljóðasöfnin Hemligheter på vägen (1958), Den halvfärdiga himlen (1962) og Klanger och spår (1966) fylgdu í kjölfarið og með þeim staðfesti hann stöðu sína sem eitt mikilvægasta skáld sinnar kynslóðar í Svíþjóð.

Á íslensku hafa komið út bækurnar Sorgargondóllinn og fleiri ljóð (2001) í þýðingu Ingibjargar Harldsdóttur og Tré og himinn (1990) í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Einnig hafa ljóð eftir Tranströmer birst á íslensku í safnritum.

Sjá nánar um Tomas Tranströmer á vef Nóbelsverðlaunanna.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál