Fréttir

Sagnaþula á Borgarbókasafni á sunnudag
Sunnudaginn 9. október kl. 15 er sögustund á bókatorgi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Þá ætlar Ragnheiður Þóra Grímsdóttir sagnaþula að segja börnum og fullorðnum sögur.

Ragnheiður hefur verið sérkennari  í Grundaskóla á Akranesi frá 1984. Frá  2008 hefur hún starfað að hluta til sem sagnaþula við skólann og staðið fyrir námskeiðum í sagnalist. Hún hefur starfað í Félagi sagnaþula og sótt Norræn sagnaþing. Í ár var Norræna sagnaþingið haldið hér á landi  og var Þóra í undirbúningsnefnd.

Þóra er önnur tveggja sem sigruðu í fyrsta SöguSlammi  á Íslandi vorið 2010. Þar sagði hún frá upplifun sinni af álfum og tröllum. Hún tók því þátt í Nordisk Mesterskap i StorySlam sem fram fór í Osló í október 2010 og hafnaði þar í fimmta sæti af tíu. Hún var sú eina sem sagði sögu á öðru máli en sínu móðurmáli.

Hún hefur skemmt sem sagnaþula hjá mörgum félagasamtökum og við ýmsar hátíðir s.s. á írskum dögum á Akranesi, Víkingahátíð í Hafnarfirði og Brákarhátíð í Borgarnesi.

Allir eru velkomnir í sögustundina.
Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál