Fréttir

Afmæli og útgáfa á Selfossi

Sunnlenska bókakaffið á Selfossi fagnar nú fimm ára afmæli og gefur á þessum tímamótum út tvær bækur: Ljóðabókina Kanill - ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur; og ljósmyndabókina Selfoss eftir Gunnar Marel Hinriksson. Að þessu tilefni býður bókakaffið til afmælisfagnaðar og bókamessu að verslun sinni við Austurveg 22, laugardaginn næstkomandi, 15. október klukkan 14-18.

Gunnar Marel og Sigríður munu þar kynna bækur sínar, auk þess sem sölusýning verður á ævafornum bókum frá Hrappsey, Hólaprenti og Leirá.

Kaffi og kleinur í boði hússins.

Selfoss eftir Gunnar Marel HinrikssonKanill eftir Sigríði Jónsdóttur


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál