Fréttir

Ófeigur Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandins

JónÓfeigur Sigurðsson er meðal handhafa Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2011. Tilkynnt var um verðlaunin á Bókamessunni í Frankfurt í gær. Verðlaunin hlýtur Ófeigur fyrir Skáldsöguna um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur &undirbjó komu hennar &nýrra tíma, sem kom út hjá Máli og menningu síðasta vetur.

Verðlaunin eru nú veitt í þriðja sinn, en markmið þeirra er að undirstrika grósku og margbreytileika evrópskra samtímabókmennta og stuðla að þýðingu og útbreiðslu kjörinna verka utan heimalands höfundanna. Verðlaunin eru veitt nýjum eða upprennandi höfundum í tólf löndum í senn, en sigurvegararnir eru valdir af dómnefndum í heimalandi sínu. Viðurkenningunni fylgja 5.000 evra peningaverðlaun og höfundurinn hefur auk þess forgang að styrkjum Evrópusambandsins til þýðinga á verkum sínum.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Brussel þann 28. nóvember næstkomandi.

Sjá frekari upplýsingar um verðlaunin og aðra sigurvegara á vefsíðu Evrópusambandins.

Mynd af höfundi: Forlagið.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál