Fréttir

Reykjavík skjólborg rithöfunda

Jón Gnarr, Pétur Gunnarsson og Svanhildur Konráðsdóttir kynntu UNESCO Bókmenntaborgina Reykjavík fyrir þéttsetnum sal bókamessugesta í Frankfurt í gær, fimmtudag. Í beinu framhaldi af því undirritaði borgarstjóri samkomulag þess efnis að Reykjavík gerist hluti af alþjóðlegum samtökum skjólborga rithöfunda. Reykjavíkurborg skuldbindur sig þar með til að skjóta skjólshúsi yfir rithöfund á landflótta innan eins árs.

Samtökin, sem nefnast ICORN eða International Cities of Refuge Network, telja 38 borgir, þar af 22 á Norðurlöndum, og eru með bækistöðvar að Stafangri í Noregi. Samtökin vinna náið með PEN Writers in Prison við að fara yfir umsóknir hælisleitenda, en hver skjólborg fyrir sig tekur ákvörðun um leyfisóskir í samstarfi við ríkisyfirvöld.


Peter Ripken, stjórnarformaður ICORN, og Jón Gnarr, borgarstjóri, undirrita samkomulagið.

Sjá nánar um samtökin og stefnu þeirra á heimasíðu ICORN.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál