Fréttir

Nægjusemi og hamingja í Gerðubergi á miðvikudag

Næsta heimspekikaffi Gerðubergs er á dagskrá miðvikudaginn 19. október klukkan 20. Þá mun Gunnar Hersveinn leiða umræður um samband hamingju og nægjusemi. Spurt verður: Er nægjusemin lykill að húsi hamingjunnar? Gestur kvöldsins verður Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur og rithöfundur sem hefur skrifað um hamingjuna, m.a. um samband hamingjunnar við ást og einmanaleika.

Hamingjan er eitthvað sem allir sækjast leynt eða ljóst eftir. Hún er víðtækt hugtak og krefst mikils, m.a. fjölbreytileika, tíma, tækifæra og jafnvel heppni en nægjusemin er nokkuð einföld dyggð sem kallar á sjálfsaga til að neita sér um safaríka hluti. Getur hugsast að þessi ólíku fyrirbæri, hamingjan og nægjusemin, eigi samleið?

Gunnar Hersveinn hefur skrifað bækur um gildi lífs og þjóðar. Þær heita Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin. Anna Valdimarsdóttir hefur haldið fjölda námskeiða í sjálfsstyrkingu og m.a. skrifað metsölubókina Leggðu rækt við sjálfan þig

Allir velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál