Fréttir

Nóvember 1976, ekki á morgun heldur hinn

Nóvember 1976„Þegar Dóróthea býst til að horfa á sjónvarpsfréttirnar föstudagskvöldið 12. nóvember 1976 ætlar fyrst að kvikna í tækinu en síðan slokknar endanlega á því. Um þetta leyti var auðveldara að verða sér úti um kjarnorkuvopn á Íslandi en litasjónvarp svo að eiginmaðurinn Ríkharður ákveður að leita til Baldurs á neðri hæðinni sem hefur ráð undir rifi hverju. Baldur lofar engu en fær Þórodd, son Dórótheu og Ríkharðs, með sér í vinnuferð. Sú ferð verður afdrifarík fyrir allan stigaganginn.“

Frá þessu segir í nýrri skáldsögu Hauks Ingvarssonar, Nóvember 1976. Haukur er bókmenntafræðingur, skáld og útvarpsmaður. Nóvember 1976 er fyrsta skáldsaga hans.

Haukur mun fagna útgáfu bókarinnar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, fimmtudaginn 20. október klukkan 17.

Allir eru velkomnir!


Til baka



Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál