Fréttir

Skáldatal með Pétri Gunnarssyni

Skáldatal er ný fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðastofnunar. Þar ræða rithöfundar og skáld það sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst.

Pétur Gunnarsson rithöfundur ríður á vaðið. Hann hefur lengi verið sameign þjóðarinnar og er þekktur fyrir sögulega yfirsýn. Umfjöllunarefnið er í einu orði sagt leyndarmál, eða verður svo þar til á hádegi á morgun.

Skáldatal Péturs verður í stofu 102 á Háskólatorgi þann 20. október kl. 12-13.

Og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál