Fréttir

Trúir þú á töfra? spyr Vigdís Grímsdóttir

Á morgun, þriðjudag, fagnar Vigdís Grímsdóttir útgáfu nýrrar skáldsögu sinnar, Trúir þú á töfra? Þá má segja að biðin sé á enda en síðasta skáldsaga Vigdísar kom út árið 2003. Árið 2007 kom bókin Bíbí út, sem er ævisaga Bíbí Ólafsdóttur. Um leið verður opnuð sýning á myndum sem Vigdís málaði samhliða skrifunum, sem stendur næstu vikur. Þegar skáldkonan fékk ritstíflu í fyrsta skipti á ferli sínum brá hún á það ráð að mála myndir eins og sögupersóna bókarinnar gerir. Þannig færðist hún nær sögupersónunni og fékk yfir sig andann á ný.

Allir eru velkomnir í útgáfugleði á morgun, þriðjudaginn 25. október klukkan 17, á aðalsafni Borgarbókasafns að Tryggvagötu 15, til að skoða töfrandi myndir, hlusta á upplestur höfundar og næla sér í áritað eintak af nýju bókinni.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál