Fréttir

Formbylting rannsökuð

Rannsóknarkvöld verður á vegum Félags íslenskra fræða miðvikudaginn 26. október næstkomandi klukkan 20, í Húsi Sögufélags, Fischersundi. Þar heldur Ásta Kristín Benediktsdóttir erindi sem nefnist „Form og stíll örðugt viðfangs.“ Um frásagnaraðferð í verkum Jakobínu Sigurðardóttur.

Allir eru velkomnir.

Um erindið og Ástu sjálfa:

Þrátt fyrir að frásagnaraðferð fjölmargra verka skáldkonunnar Jakobínu Sigurðardóttur sé óvenjuleg og nýstárleg – jafnvel einsdæmi í íslensku samhengi, er hún ekki alltaf talin í hópi formbyltingarhöfunda íslenskrar sagnagerðar. Í þessum fyrirlestri verður því haldið fram að einmitt þar eigi hún heima. Fjallað verður um þróun höfundarverks Jakobínu, ólíkar frásagnaraðferðir hennar og glímu við vandamál sambærilegt því sem Halldór Laxness kallaði Plús Ex, það er sögumanninn og hugsanlegan samruna hans við höfundinn sjálfan eða ímynd hans. Formtilraunir Jakobínu eru aldrei til skrauts eða til að sýnast heldur tengjast þær ávallt efni textans órjúfanlegum böndum og undirstrika merkingu og þema verka hennar.

Ásta Kristín Benediktsdóttir lauk BA- og MA-prófi í íslensku og íslenskum bókmenntum frá HÍ en stefnir á að ljúka sameiginlegri doktorsgráðu frá HÍ og University College Dublin á Írlandi. Doktorsverkefnið fjallar um samkynja ástir í íslenskum bókmenntum og hlaut þriggja ára styrk úr Rannsóknarnámssjóði Rannís. Fyrirlesturinn byggir á meistaraverkefni Ástu frá 2010.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál