Fréttir

Guðrún Ása um Góssið hans Árna

Miðvikudaginn 26. október flytur Guðrún Ása Grímsdóttir annað erindið í röðinni Góssið hans Árna. Guðrún Ása mun fjalla um skjalabækur sem Árni Magnússon fékk léðar í Holti í Önundarfirði sumarið 1710. Bækurnar voru gerðar í Vatnsfirði og Holti á seinni hluta 17. aldar og geyma uppskriftir dóma og skipana biskupa og konunga til Íslendinga, þær eru einskonar handbækur í lögum og rétti. Sérstaklega verður greint frá efni einnar bókarinnar.
 
Erindið verður haldið í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og hefst kl. 12.15. Það stendur í um hálfa klukkustund og síðan gefst gestum kostur á að skoða það handrit sem er aðalefni erindisins.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál