Fréttir

Skrifaðu skáldsögu í nóvember

Alþjóðlega átakið National Novel Writing Month (NaNoWriMo) fær tugi þúsunda venjulegra einstaklinga um allan heim til að reyna nokkuð sturlað: Að skrifa uppkast að heilli skáldsögu á þrjátíu dögum nóvembermánaðar, að lágmarki 50.000 orð. Það krefst þess af þátttakendum að þeir skrifi 1667 orð hvern einasta dag mánaðarins.

Bókasafn Kópavogs í Hamraborg er eitt af opinberum samstarfsbókasöfnum átaksins, hið eina slíka á Íslandi. Safnið hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu á ritlist í störfum sínum, bæði með því að halda úti ritsmiðju og með því að byggja upp fræðibókakost um fagið.

Á safninu verða opnir fundir fyrir þátttakendur verkefnisins á fimmtudögum kl. 17-19 í nóvember, þar sem þeim gefst færi á því að skrifa saman og veita þannig hver öðrum stuðning og hvatningu. Að auki verða samskriftir kl. 13-17 laugardaginn 26. nóvember en síðasta helgi mánaðarins getur skorið milli feigs og ófeigs þegar kemur að því að ná lokatakmarkinu.

Átakið er óformlegt – það er engin krafa um skráningu, ekkert þátttökugjald er innheimt, ekki er gerð krafa um neina fyrri reynslu af skrifum og enginn fylgist með árangri rithöfundanna nema þeir sjálfir. Markmiðið er að þátttakendur skori sjálfa sig á hólm, læri eitthvað nýtt og kynnist vonandi skemmtilegu fólki, en samfélagið sem myndast þessa nóvemberdaga er engu líkt.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Þórarinsdóttir á Bókasafni Kópavogs, s. 570-0450, arndisth@kopavogur.is.

Vefsíða átaksins: http://nanowrimo.org/

Listi yfir samstarfsbókasöfn: http://nanowrimo.org/en/library/participating-libraries


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál