Fréttir

Hvernig verður bók til?

SjónFyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? hefur nú göngu sína á ný með því að rithöfundurinn Sjón ræðir um tilurð skáldsögunnar Rökkurbýsnir sem byggð er á ævi Jóns Guðmundssonar lærða. Erindið heldur hann í stofu 102 á Háskólatorgi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12 - 13.

Sjón hefur skrifað verk af ýmsu tagi en er trúlega þekktastur fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur en fyrir hana hreppti hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Meðal höfunda sem áður hafa rætt um verk sín undir þessari yfirskrift má nefna Auði Övu Ólafsdóttur, Jón Kalman Stefánsson, Þórunni Valdimarsdóttur, Sigurð Pálsson, Gerði Kristnýju, Einar Kárason, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ragnar Bragason, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Elísabetu Jökulsdóttur, Braga Ólafsson, Kristínu Marju Baldursdóttur og Kristján Árnason.

Fyrirlestraröðin er skipulögð af ritlist við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Sjá síður Sjóns hér á bókmenntir.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál