Fréttir

Ritþing með Vigdísi Grímsdóttur

Vigdís GrímsdóttirLaugardaginn 5. nóvember kl. 13:30 - 16:00 verður haldið ritþing í Gerðubergi og er það að þessu sinni tileinkað Vigdísi Grímsdóttur.

Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin frá árinu 1999 og eiga nú fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Á þingunum er leitast við að veita persónulega innsýn í líf og feril íslenskra rithöfunda. Að þessu sinni verður fjallað um Vigdísi Grímsdóttur og verk hennar. Stjórnandi ritþingsins er Jórunn Sigurðardóttir og spyrill með henni er Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Hrafn Jökulsson var þeim til aðstoðar við undirbúning þingsins. Á ritþinginu mun Vigdís lesa brot úr verkum sínum og Ellen Kristjánsdóttir syngur nokkur lög.

Aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar á síðu Gerðubergs.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál