Fréttir

Gunnar Harðarson og Snorra Edda

Snorra EddaHeimspekingurinn Gunnar Harðarson flytur fyrirlestur um skipulagsrökin í formála Snorra Eddu, “The Design Argument in the Prologue of the Snorra Edda”, í stofu 423 í Árnagarði fimmtudaginn 10. nóvember 2011 kl. 16:30.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.

The seminar is held in English, followed by discussion and drinks. It is open and welcoming to everyone and anyone interested in medieval studies in general, whether students, scholars, or other enthusiasts.

Summary:

“Medievalists Ursula and Peter Dronke published a landmark article in 1977 where they placed the Prologue of the Snorra Edda in the context of 12th century humanism and the philosophical ideas of the period. The Prologue contains—or has been thought to contain—a variant of the so-called “argument from design,” which claims that from the movement of the heavenly bodies it can be concluded that there exists a “governor of the stars”. The Prologue thus contains a natural theology closely related to the Christian one found in, for instance, St Paul’s Epistle to the Romans. This lecture proposes to reexamine the arguments in the Prologue and to reevaluate the standard interpretation of the text.”

„Miðaldafræðingarnir Ursula og Peter Dronke birtu árið 1977 tímamótagrein þar sem þau settu formála Snorra Eddu í samhengi við húmanisma 12. aldar og heimspekilegar hugmyndir þess tíma. Formálinn hefur að geyma - eða svo hefur verið talið - dæmi um svokölluð "skipuagsrök" þar sem sú ályktun er dregin af gangi himintunglanna að til hljóti að vera "stjórnari" þeirra. Formálinn hefur þannig að geyma hefðbundna náttúrulega guðfræði sem byggist m.a. á Rómverjabréfi Páls postula. Í fyrirlestrinum er ætlunin að kanna betur röksemdirnar í formálanum og endurmeta viðtekna túlkun textans.“

Gunnar Harðarson is a professor in the Faculty of History and Philosophy at the University of Iceland. He earned his PhD in History of Philosophy from the University of Paris I (Phanthéon-Sarbonne) in 1984, with emphasis on medieval philosophy, and has published widely in the field.

Gunnar Harðarson er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í heimspekisögu frá Parísarháskóla I (Phanthéon-Sarbonne) árið 1984 á kjörsviði miðaldaheimspeki, og hefur ritað margvíslega á sama sviði.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð Miðaldastofu Hugvísindastofnunar: sjá nánar á Fésbókarsíðu


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál