Fréttir

Dagbók vesturfara fagnað

Dagbók vesturfara eftir Jóhann Magnús Bjarnason (1866-1945) er nú komin út hjá Lestu.is, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem bókin er gefin út. Um leið endurútgefur Lestu.is vinsælustu bók Jóhanns, Eirík Hansson (1899-1903); bækurnar verða bæði fáanlegar innbundnar sem og í rafbókarformi á Lestu.is.

Útgáfu bókanna verður fagnað þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17 í Eymundsson við Skólavörðustíg. Gyrðir Elíasson, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs og Baldur Hafstað íslenskuprófessor munu segja örlítið frá útgáfunni og skáldinu. Allir eru velkomnir.Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál