Fréttir

Dagskrá Borgarbókasafns á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er miðvikudaginn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Þá verður ýmislegt um að vera á Borgarbókasafni.

Í Ársafni verður dagurinn haldinn hátíðlegur, eins og undanfarin tvö ár, með maraþonlestri allan daginn frá kl. 11-18. Ruggustóllinn verður á sínum stað og hægt að setjast í hann og lesa úr uppáhaldsbókinni sinni eða öðrum bókum úr hillum bókasafnsins. Upphlutsklæddir starfsmenn taka á móti gestum með glóðvolga heimabakaða ástarpunga.

Á Kringlusafni verða veggir skreyttir með skrýtnum og sjaldgæfum orðum. Þar verður einnig hægt að taka þátt í léttum spurningaleik um Jónas Hallgrímsson og kynna sér merkingu ýmissa íslenskra orðatiltækja eins og t.d. að „snýta rauðu“.

Á aðalsafni munu fjögurra og fimm ára börn frá leikskólunum Dvergasteini og Drafnarborg syngja fyrir gesti og gangandi kl. 15.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál