Fréttir

Kellíngabækur í Gerðubergi á laugardaginn

LjósaLaugardaginn 19. nóvember, kl. 13 - 15, verða kellíngabækur kynntar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Undir yfirskriftinni Kellíngabækur verða kynnt ný verk kvenhöfunda af margvíslegum toga  – skáldsögur, fræðibækur, ljóðabækur, ævisögur og barnabækur. Þetta er fjórða árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við undirbúningshóp Fjöruverðlaunanna.

Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs.

Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum, krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi.

Í bókasafninu verður einnig sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.

Fjöruverðlaunin

Góugleði – bókmenntahátíð kvenna – var haldin í fyrsta sinn vorið 2007, að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis. Í kjölfarið voru Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, veitt í fyrsta sinn í lok þingsins 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. Eftirfarandi höfundar og verk hafa hlotið verðlaunin:

2011
Vala Þórsdóttir og Agniezka Nowak – Þankaganga Myslobieg
Kristín Steinsdóttir – Ljósa
Kristín Loftsdóttir – Konan sem fékk spjót í höfuðið

2010
Ingunn Snædal – komin til að vera, nóttin
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir – Á mannamáli
Kristín Arngrímsdóttir – Arngrímur apaskott og fiðlan
Margrét Örnólfsdóttir – Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi;)
 
2009
Æsa Sigurjónsdóttir – Til gagns og til fegurðar
Hallfríður Ólafsdóttir, Þórarinn Már Baldursson – Maxímús Músikus
Álfrún Gunnlaugsdóttir – Rán
Kristín Ómarsdóttir – Sjáðu fegurð mína
 
Jenna Jensdóttir, sérstök viðurkenning
 
2008
Elísabet Jökulsdóttir – Heilræði lásasmiðsins
Auður A. Ólafsdóttir – Afleggjarinn
Kristín Marja Baldursdóttir – Karítas án titils + Óreiða á striga
Sigurbjörg Þrastardóttir – Blysfarir
Kristín Helga Gunnarsdóttir – Draugaslóð
Ingunn Ásdísardóttir – Frigg og Freyja
 
2007
Kristín Steinsdóttir – Á eigin vegum
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir – Ólafía
Þorgerður Jörundsdóttir – Mitt er þitt
Héléne Magnússon – Rósaleppaprjón í nýju ljósi
Anna Cynthia Leplar, Margrét Tryggvadóttir – Skoðum myndlist


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál