Fréttir

Morgunn lífsins í Bíó paradís

Rafbókaútgáfan lestu.is stendur fyrir sýningu á þýsku kvikmyndinni Du darfst nicht länger schweigen í Bíó paradís. Sýningin hefst klukkan 20:00 sunnudaginn 20. nóvember, hægt er að nálgast miða á midi.is. Myndin er á þýsku með enskum texta. Hún er gerð eftir skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar, Morgunn lífsins, sem hefur nú verið endurútgefin allt í senn sem innbundin bók á prenti, sem rafbók hjá lestu.is og sem hljóðbók á hlusta.is. Inngang skrifar dr. Baldur Hafstað.

Du darfst nicht länger schweigen var frumsýnd 1955 í Þýskalandi og var jólamynd Gamla Bíós árið 1956, fékk hún góða dóma hér heima og erlendis. Það er óhætt að hvetja fólk til að sjá myndina, og ekki síður að kynna sér rithöfundinn Kristmann Guðmundsson, einkum og sér í lagi þegar verk hans eru gerð svo aðgengileg sem í tilviki þessarar þreföldu útgáfu lestu.is.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál