Fréttir

Napóleon í Norræna húsinu

Herman Lindqvist

Norræna húsið býður til höfundakvölds fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20:00, í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag.

Gestur kvöldsins er Herman Lindqvist (f. 1943), þekktur sænskur metsöluhöfundur fjölda sögulegra bóka, einkum um kóngafólk og frægar persónur úr mannkynssögunni. Hann er einnig blaðamaður og vinsæll þáttastjórnandi í sjónvarpi. Lindqvist kynnir hið merka rit sitt, Napóleon, sem nú kemur út í íslenskri þýðingu Borgþórs Kjærnested.

Hið hálf-sænska Tríó Inga Bjarna Skúlasonar flytur nokkur sænsk þjóðlög í jazzbúningi fyrir gesti frá kl. 19.45.

Sænska sendiráðið býður léttar veitingar.

Napóleon


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál