Fréttir

Listamannaþing Gerðubergs í ókeypis rafrænni útgáfu

Löng hefð er fyrir listamannaþingum í Gerðubergi. Sjónþingin hófust árið 1996 og Ritþingin hófu göngu sína árið 1999. Eitt Tónþing var haldið árið 2002. Þingunum er ætlað að gefa innsýn í íslenska samtímalist og -bókmenntir og gefa fólki kost á að kynnast viðhorfum, áhrifavöldum og lífshlaupi einstakra listamanna og rithöfunda í máli og myndum. Skipulagi þinga er þannig háttað að listamaður situr fyrir svörum um líf sitt og list. Umræðum er stýrt af stjórnanda en auk hans eru tveir spyrlar. Áheyrendur er hvattir til að koma með innlegg í umræðurnar.

Þingin hafa frá fyrstu tíð verið hljóðrituð af RÚV og gefin út í prentuðu formi. Þingin eru til sölu á skrifstofu Gerðubergs. Sjónþing frá 2003 og Ritþing frá 2004 verða hér eftir gefin út á rafrænu formi á heimasíðu Gerðubergs en verða framvegis ekki gefin út á prenti.

Rafræna útgáfan er nú aðgengileg öllum án endurgjalds á heimasíðu Gerðubergs www.gerduberg.is. (Auk þess eru öll eldri þing í prentuðu formi fáanleg á tilboðsverði á skrifstofu Gerðubergs út desembermánuð.) Hér eru á ferðinni langar og ítarlegar samræður við rithöfunda og myndlistamenn um líf þeirra og list, og sannarlega fengur að þessari rafrænu útgáfu. Nú eru komin á vef Gerðubergs Sjónþing ársins 2003, þar sem keramikerinn Kogga sat fyrir svörum, og Ritþing áranna 2004-7 með þeim Arnaldi Indriðasyni, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Thor Vilhjálmssyni, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Sigrúni Eldjárn. Önnur þing eru væntanleg.

Hægt er að nálgast þessa rafrænu útgáfu hér, á vef Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs.

Listamannaþing Gerðubergs


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál