Fréttir

Bókakynning

Siðfræði og samfélagFélag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir kynningu á nýútkomnum bókum er tengjast heimspeki með einum eða öðrum hætti.

Dagskráin hefst kl. 20.30 fimmtudaginn 8. desember á Kaffi Haïti, Geirsgötu 7:

Sigríður Þorgeirsdóttir kynnir Hanna Arendt – Af ást til heimsins sem hún ritstýrði (Háskólaútgáfan)

Ottó Másson kynnir þýðingu sína á Æskuverkum Karl Marx (Hið íslenzka bókmenntafélag)

Pétur Gunnarsson kynnir þýðingu sína á Regnskógabeltinu raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss (Forlagið – JPV útgáfa)

Salvör Nordal kynnir Siðfræði og samfélag sem hún og Vilhjálmur Árnason ritstýrðu (Háskólaútgáfan)

Þorsteinn Guðlaugsson kynnir þýðingu sína á Uppsprettunni eftir Ayn Rand (Almenna bókafélagið, BF-útgáfa)


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál