Fréttir

Nóbelsverðlaunahátíð

Tomas TanströmerLaugardaginn 10. desember verður dagskrá í Norræna húsinu í tilefni afhendingar Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum og verður meðal annars bein útsending frá verðlaunaafhendingunni. Dagskráin hefst kl. 15:30.

Sænski rithöfundurinn Tomas Tranströmer er viðtakandi verðlaunanna í ár. Tomas er fæddur 15. Apríl 1931 í Stokkhólmi.

Í rökstuðningi segir meðal annar að Tomas hljóti verðlaunin vegna einstakar hæfileika til að miðla okkur nýja sýn á tilveruna í gegnum ljóðmyndir sínar, sem séu þéttar en sveipaðar þokuljóma.

Dagskrá Norræna hússins verður á þessa leið:

Upphafsorð. Sveinn Einarsson
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur Impromptu eftir Franz Schubert
Njörður P. Njarðvík talar um skáldið
Ljóðalestur. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Kristján Franklín Magnús lesa ljóð eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, Ingibjargar Haraldsdóttur og Jóhannes Hjálmarsson.
Bein útsending frá Nóbelsverðlaunahátíðinni í Stokkhólmi

Eftir afhendinguna verður boðið upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir á þessa hátíðlegu stund í Norræna húsinu.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál