Fréttir

Bókakynning

Ingibjörg eftir Margréti GunnarsdótturBókakynning Sögufélags og Hins íslenska bókmenntafélags

Fimmtudagskvöldið 8. desember, kl. 20:00-22:00 verður kynning á nýjum bókum Sögufélags og Hins íslenska bókmenntafélags í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík. Höfundar eða aðrir fjalla um eftirtalin verk:

Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar.
Yfirrétturinn - Dómar og skjöl. Björk Ingimundardóttir og Gísli Baldur Róbertsson sáu um útgáfuna.
Ekkert nýtt, nema veröldin. Bréfaskipti Gríms Thomsen og Brynjólfs Péturssonar. Aðalgeir Kristjánsson og Hjalti Snær Ægisson tóku saman.
Margrét Gunnarsdóttir, Ingibjörg.
Morkinskinna. Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson gáfu út.
Herman Lindqvist, Napóleon. Borgþór Kjærnested þýddi úr sænsku.
R. N. Stewart, Íslenskar veiðiár. Einar Falur Ingólfsson þýddi úr ensku.
Pétur Pétursson, Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar.

Léttar veitingar verða á boðstólum og allir eru velkomnir. Bækur verða til sölu og höfundar árita.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál