Fréttir

Bókmenntakynning MFÍK á laugardag

Bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK verður haldin laugardaginn 10. desember næstkomandi klukkan 14.00, í MÍR salnum, Hverfisgötu 105. Fjöldi höfunda les úr nýútkomnum verkum og má búast við notalegri aðventustemningu í miðbænum. Dagskráin er svohljóðandi:

Vilborg Dagbjartsdóttir
Úr þagnarhyl

Vigdís Grímsdóttir
Trúir þú á töfra? 

Olga Guðrún Árnadóttir
Á rauðum sokkum

Ármann Jakobsson
Glæsir

Ragnheiður Gestsdóttir
Gegnum glervegginn

Sigríður Víðis Jónsdóttir
Ríkisfang: Ekkert

Kristín Svava Tómasdóttir
Skrælingjasýningin

Kaffisala verður á staðnum, ágóði af henni rennur í ferðasjóð MFÍK, en félagið stefnir á heimsþing Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna í Brasilíu í vor.

Húsið opnar kl. 13:30. Allir velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál