Fréttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Miðvikudaginn 14. desember kemur í ljós hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í ár. Tilnefningarnar verða tilkynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu kl. 17:30. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru velkomnir.

Tilnefndar verða þrjár bækur í hverjum flokki eða alls níu verk: fagurbókmenntir, fræðibækur og barna- og unglingabækur. Verðlaunin verða veitt einni bók í hverjum flokki í febrúar nk.

Í dómnefndum sitja:

Barna- og unglingabækur:
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku á Menntavísindasviði
Helga Birisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum
Helga Ferdinandsdóttir, ritstjóri tímaritsins Börn og menning

Fræðibækur:
Þuríður Jóhannsdóttir, lektor á Menntavísindasviði
Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur

Fagurbókmenntir:
Þórdís Gísladóttur íslenskufræðingur
Æsa Guðrún Bjarnadóttir, bókmenntafræðingur
Margrét I. Ásgeirsdóttir bókasafnsfræðingur


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál