Fréttir

Bið fyrir mér dándikall

Síða úr AM 640 4o

Miðvikudaginn, 14. desember, flytur Sverrir Tómasson fimmta hádegiserindið í röðinni Góssið hans Árna í tilefni upptöku handritasafnsins á varðveisluskrá UNESCO ,,Minni heimsins".

Erindið nefnist: ,,Bið fyrir mér dándikall".  Nikulás saga og Nikulás tíðir í Ærlækjarbók: AM 640 4to

Nánari upplýsingar um fyrirlestur Sverris verða birtar þegar nær dregur: www.arnastofnun.is

Erindið hefst kl. 12.15 á bókasal Þjóðmenningarhússins og stendur í um hálfa klukkustund. Handritið verður til sýnis á staðnum. Allir eru velkomnir.

Góssið hans Árna verður á dagskrá annan hvern miðvikudag í vetur og lýkur síðasta vetrardag, 18. apríl.

Skoða má dagskrá vetrarins á vefnum: http://www.arnastofnun.is/


Til baka



Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál