Fréttir

Bóksalaverðlaunin 2011

Starfsfólk bókaverslana velur árlega þær bækur sem því þykir standa upp úr útgáfu ársins. Valið fer fram með kosningu og voru niðurstöðurnar þetta árið kynntar í bókmenntaþættinum Kiljunni miðvikudaginn 14. desember síðastliðinn. Hér á eftir fer listinn yfir bækurnar sem urðu fyrir valinu í ár.

Besta íslenska skáldsagan
1. – 2. Jón Kalman Stefánsson: Hjarta mannsins
1. – 2. Steinunn Sigurðardóttir: Jójó
3. Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði
 
Besta þýdda skáldsagan
1. Páll Valsson: Gamlinginn eftir Jonas Jonasson
2. Gyrðir Elíasson: Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel
3. Friðrik Rafnsson: Frönsk svíta eftir Irene Nemirovsky
 
Besta íslenska barnabókin
1. Bryndís Björgvinsdóttir: Flugan sem stöðvaði stríðið
2. Margrét Örnólfsdóttir: Með heiminn í vasanum
3. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Hávamál
 
Besta þýdda barnabókin
1. Steingrímur Steinþórsson: Dæmisögur Esóps í endursögn Biro Val
2. Magnea J. Matthíasdóttir: Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins
3. Guðrún Vilmundardótir: Ég er klárastur eftir Mario Ramos
 
Besta ljóðabókin
1. Þorsteinn frá Hamri: Allt kom það nær
2. Ingunn Snædal: Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur
3. Matthías Johannessen: Söknuður
 
Besta ævisagan
1. Hannes Pétursson: Jarðlag í tímanum
2. Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar
3. Þorleifur Hauksson: Úr þagnarhyl. Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur
 
Besta handbókin / fræðibókin
1. Jónas Kristjánsson: 1001 þjóðleið
2. Benedikt Gröndal: Íslenskir fuglar
3. Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang: Ekkert - flóttinn frá Írak á Akranes


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál