Fréttir

Útgáfuhóf Apfelsin bræðra

Sindri Már Sigfússon í Sin Fang

Morr Music útgáfan í Þýskalandi gaf nýverið út bók með myndverkum Sindra Más Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang og Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar úr múm og FM Belfast. Bókin er appelsínugul á lit og inniheldur 80 sneisafullar síður af teikningum og kroti. Henni fylgir 5"... vínilplata sem inniheldur eitt lag eftir þá félagana á tveimur hliðum en einnig fylgir bókinni niðurhalskóði með laginu.

Bókin kemur út í aðeins 1000 eintaka upplagi og þriðjudaginn 20. desember verður fagnað í húsakynnum útúrdúrs að Hvervisgötu 42 á milli kl. 16 & 18. Félagarnir leika þar á als oddi en einnig mun Arnljótur Sigurðsson leika á alls kyns græjur.

Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál