Fréttir

Fingrafar málvísindamannsins

Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu ári verður haldið í Sögufélagshúsinu við Fischersund, miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl. 20. Þar fjallar Stefán Pálsson um Rasmus Kristján Rask og áhrif hans á íslenskt ritmál, einkum og sér í lagi notkun bókstafsins „ð“. Yfirskrift kvöldsins er Fingrafar málvísindamannsins – Rasmus Kristján Rask: áhrif, arfleið og íslenska ð-ið, hér fylgir abstrakt erindisins:

Danski tungumálasnillingurinn Rasmus Kristján Rask hafði mikil áhrif á mótun íslenskunnar ritmáls á fyrri hluta nítjándu aldar. Hann kom því til leiðar að bókstafurinn ‘ð’ var endurvakinn í ritmálinu, þótt íslenskir vinir hans hafi litið á það sem óþarfa sérvisku. Hvers vegna hélt Rask upp á þennan skringilega bókstaf? Hvernig má það vera að einn maður öðlist svo sterka stöðu í menningarlífi erlends samfélags að honum leyfist að setja sitt eigið fingrafar á sjálft stafróf þjóðarinnar? Og hver er munurinn á sögusýn Íslendinga og Dana á feril málvísindamannsins?
Stefán Pálsson er sagnfræðingur með BA-próf frá HÍ og MSc-gráðu frá Edinborgarháskóla á svíði vísinda- og tæknisögu. Hann starfar m.a. að ritun bókar um bókstafinn ‘ð’.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál