Fréttir

Slagorðaleit Bókmenntaborgar
Eins og kunnugt er var Reykjavík útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst síðastliðnum.

Það er mikil viðurkenning fyrir Reykvíkinga að borgin hafi hlotið þennan titil og þar með komist í hóp Skapandi borga UNESCO. Útnefningin bendir á frjótt og skapandi líf orðlista í borginni og landinu öllu og undirstrikar mikilvægi bókmenntaarfleifðar okkar. Titillinn er varanlegur og því er það mikið metnaðarmál að láta borgarbúa vita af þessari viðurkenningu og einnig innlenda og erlenda gesti borgarinnar. Við leitum nú að grípandi slagorði með titlinum og bjóðum borgarbúum að taka þátt í að skapa það.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

- ..............................................

Slagorðið þarf að geta lifað lengi og helst þarf að vera hægt að þýða það á ensku. Það má gjarnan vísa til orðlista fremur en bókmennta í þrengri skilningi en fyrst og fremst vera opið og fela í sér líf og hreyfingu.

Skilafrestur er til 18. febrúar 2012 og tillögur sendist á netfangið bokmenntaborgin@reykjavik.is

Sigurtillagan verður kynnt á vefsíðu Bókmenntaborgarinnar og á veggspjöldum sem verður dreift um borgina. Hún mun síðan lifa áfram með Bókmenntaborginni.

Nánari upplýsingar um Bókmenntaborgina er að finna á vefnum www.bokmenntaborgin.is
Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál