Fréttir

Ástin blómstrar í febrúar

Bókaútgáfan Salka og Eymundsson standa fyrir ástarljóðasamkeppni nú í febrúar, í samstarfi við Bylgjuna.

Allir geta tekið þátt. Sendið fallegt ástarljóð á ast@eymundsson.is fyrir 15. febrúar. Hámarkslengd er 50 orð. Nokkur innsend ljóð verða valin til flutnings í útvarpsþættinum Bítinu í næstu viku, ástarvikuna 13.-17. febrúar, en sigurljóðið verður kynnt og flutt þann 20. febrúar.

Höfundar tíu bestu ljóðanna, að mati dómnefndar, hljóta eina af rómantískustu bókum landsins; Eg skal kveða um eina þig alla mína daga – ástarljóð Páls Ólafssonar, og hljómdiskinn Þögul Nóttin með Felix Bergssyni. Einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Sjá nánar á heimasíðu Sölku.


Til baka



Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál