Fréttir

Bókafundur RA og Sögufélags í kvöld

Bókafundur ReykjavíkurAkademíunnar og Sögufélags verður haldinn í kvöld í Þjóðskjalasafni Íslands.

Til umfjöllunar verða bækurnar:

Ingibjörg eftir Margréti Gunnarsdóttur. Guðmundur Hálfdanarson mun fjalla um bókina.

Þingræði á Íslandi: Samtíð og saga í ritstjórn Ragnheiðar Helgadóttur, Helga Skúla Kjartanssonar og Þorsteins Magnússonar. Þorsteinn Pálsson mun fjalla um bókina.

Jón forseti allur? eftir Pál Björnsson. Þorsteinn Helgason mun fjalla um bókina.

Aldarsaga Háskóla Íslands 1911 - 2011 í ritstjórn Gunnars Karlssonar. Guðrún Ingólfsdóttir mun fjalla um bókina.

Fundurinn hefst kl. 20.00, allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. (Athugið að gengið er inn um aðalinngang í porti og þar upp á þriðju hæð.)


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál