Fréttir

Fjöruverðlaunin afhent í Iðnó
Í gær, konudaginn 19. febrúar, voru Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, afhent við glæsilega athöfn í Iðnó. Fjöruverðlaunin eru mikilvægur hluti af bókmennta- og menningarlífi landsmanna en fyrst og fremst lykilþáttur í að vekja athygli á framlagi kvenna til íslenskra bókmennta.

Fjölmargir gestir lögðu leið sína á hátíðina en áður en að verðlaunaafhendingunni komi söng Ljótikór nokkur lög og heiðursgestur hátíðarinnar, Sandi Toksvig, hélt ræðu og svaraði spurningum úr sal en hún er vel þekktur rithöfundur, grínisti og dagskrárgerðarmaður í Bretlandi. Þá hefur hún verið formaður dómnefndar Orange bókmenntaverðlaunanna, sem eru sambærileg verðlaun þar í landi.

Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum, þ.e. fagurbókmenntum, fræðibókum og barna- og unglingabókum. Í flokki fagurbókmennta hlaut skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur (útgefandi Bjartur) verðlaunin. Af fræðibókum var bók Birnu Lárusdóttur, Mannvist (útgefandi Opna) hlutskörpust en verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka hlaut Margét Örnólfsdóttir fyrir skáldsöguna Með heiminn í vasanum (útgefandi Bjartur).
Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál