Fréttir

Bókakaffi – Valsarnir á Valeyri

ValeyrarvalsinnGuðmundur Andri Thorsson verður gestur í bókakaffi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.

Í bókakaffinu mun Guðmundur Andri fjalla um nýjustu skáldsögu sína Valeyrarvalsinn sem kom út 2011. Þar er sagt frá lífinu í einu af þessum þorpum þar sem allt virðist fara fram fyrir opnum tjöldum en ýmislegt er samt sem áður dulið, jafnvel þaggað niður og bælt eða einfaldlega grafið djúpt í fortíðinni. Frásagnirnar af fólkinu í þorpinu eru eins fjölbreytilegar og fólkið sjálft. Sagt er frá ýmsum karakterum, bæði sérvitringum og venjulegu fólki og ekkert dregið undan.

Í Bókakaffinu er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.

Bókakaffið hóf göngu sína í Gerðubergi haustið 2011 og er hluti af dagskrárröð sem boðið er upp á miðvikudagskvöldum í kaffihúsinu. Gestir eru hvattir til að kíkja við og eiga notalega stund í kaffihúsinu og taka þátt í skemmtilegri og fræðandi dagskrá.
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergssafn hefur umsjón með Bókakaffinu.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál