Fréttir

Töfraraunsæið í Rómönsku Ameríku: Klassík eða klisja?

Spænskudeild Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa fyrir málþingi um bókmenntir Rómönsku Ameríku, sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 2. mars. Þingið stendur frá kl. 13-17.30 og allir eru velkomnir.

Bókmenntaverk frá Rómönsku Ameríku vöktu mikla athygli um skeið hér á landi, einkum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bókmenntir þaðan höfðu geysileg áhrif víða um heim, að Íslandi meðtöldu. Þessi miklu áhrif urðu til þess að menn gerðu sér einfaldari og einhæfari hugmynd um bókmenntir þessa heimshluta en raun ber vitni. Þannig hafa til dæmis mörg bókmenntaverk verið flokkuð undir töfraraunsæi sem eiga ekkert skylt við það. Þetta þing er haldið til að vekja máls á fjölbreytni bókmennta frá löndum Rómönsku Ameríku og hvetja til umræðna um þær.

Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir.

Allir velkomnir. Léttar veitingar að þingi loknu.

Dagskrá

Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt H.Í.: „Frá Macondo til McOndo. Sögulegt yfirlit"

Sigrún Á. Eiríksdóttir, þýðandi: „Skáldskapur og raunveruleiki í verkum Vargas Llosa"

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur: „Vesalings veruleikinn!"

Hlé

Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor H.Í.: „Löskuð ímynd karlhetjunnar og óbeislað hugarflug gaf konum byr í seglin"

Eiríkur Guðmundsson, útvarpsmaður og rithöfundur: „Roberto Bolaño og kapphlaupið við dauðann"

Hermann Stefánsson, rithöfundur og þýðandi: „Castellanos Moya: Skáldsagan Fásinna og sóknin gegn töfraraunsæinu"

Útdrættir úr erindunum á pdf-formi.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál