Fréttir

Myndasögukeppni Ókeibæ(kur)

Ókeibæ(kur) standa nú fyrir myndasögusamkeppni annað árið í röð. Fimm bestu sögurnar verða birtar í öðru hefti ÓKEIPISS, sem forlagið mun dreifa frítt til myndasöguunnenda á „Ókeypis myndasögudaginn“ þann 5. maí næstkomandi.

Í ár bætist við forsíðukeppni, þ.e.a.s. samkeppni um bestu forsíðuna fyrir annað hefti ÓKEIPISS, „fyrir þá sem nenna ekki að segja sögu og vilja bara teikna“, eins og fram kemur í auglýsingu forlagsins.

Reglur myndasögukeppninnar eru eftirfarandi:

1. Myndasagan má vera 1-4 síður.
2. Hún má vera 0-1000000 rammar.
2. Hún má vera svarthvít og hún má vera í lit.
3. Hún má vera eftir einn aðila eða fleiri.
4. Hún má vera eftir ungmenni eða gamalmenni.

og reglur forsíðukeppninnar eru svohljóðandi:

1. Forsíðan á að vera í lit.
2. Á að vera awesome.
3. Á ekki að vera með titli (við sjáum um að setja titilinn inn, en gerðu ráð fyrir að hann verði efst eins og á hefðbundnum myndasögum).

Þátttakendur sendi sögur og / eða forsíður í góðri upplausn á: okei@okei.is , merkt „ÓKEIPISS MYNDASAGA“ eða „ÓKEIPISS FORSÍÐA“ eftir því sem á við.

Skilafrestur er til 5. apríl.

Sjá frekar í auglýsingu Ókeibæ.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál