Fréttir

Druslur og subbur

Bloggsíðan Druslubækur og doðrantar hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár, en þar skrifa nokkrar klárar konur um bækur og bókmenntatengd efni. Reyndar er hróður síðunnar slíkur að hana þarf tæpast að kynna fyrir bókhneigðum einstaklingum sem kynnst hafa internetinu. En nú hafa nokkrir karlar hafist handa við að reisa Druslubókum og doðröntum ódauðlegan minnisvarða, undir nafninu Subbuskapur og sóðarit. Þar munu þeir stunda bókmenntalega umræðu að forskrift Druslubóka í slétta tvo mánuði, en vefsíðan er stofnuð dömunum til heiðurs. Að þessum tíma loknum mun Subbuskapurinn standa óhreyfður um aldur og ævi, mestanpart sem tileinkun til Druslubókanna en öðrum þræði sem brandari á kostnað karlkynsins, sem engu getur haldið til streitu.

Meðal höfunda á Subbuskapnum eru þeir Eiríkur Örn Norðdahl, Guðmundur Andri Thorsson, Hermann og Jón Hallur Stefánssynir, Þórarinn Leifsson, Þröstur Helgason og Ævar Örn Jósepsson.

Mynd: Durwood Brandon.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál