Fréttir

Lindstrøm reit best

Dager i stillhetens historieBókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gærkvöld. Íslensku rithöfundarnir Gerður Kristný og Bergsveinn Birgisson voru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þetta er í 50. skiptið sem verðlaunin eru veitt en markmiðið með þeim er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumálum nágrannalandanna, sem og á sameiginlegri menningararfleifð.

Í ár hlaut norski rithöfundurinn Merethe Lindstrøm verðlaunin fyrir skáldsöguna Dager i stillhetens historie sem kom út á norsku á síðasta ári og hlaut þá meðal annars bókmenntaverðlaun gagnrýnenda þar í landi.

Merethe Lindstrøm fæddist Bergen 1963, ólst upp Hammerfest, Stord og Høland, en býr nú í Ósló. Fyrsta bók hennar var smásagnasafnið Sexorcisten og andre fortellinger sem kom út 1983, en síðan hafa komið út nokkur smásagnasöfn, skáldsögur og ein barnabók.

Smásagnasafnið Gjestene, sem kom út 2007, var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2008. Dager i stillhetens historie segir frá gömlum hjónum, Evu og Símoni, þar sem Símon þjáist af elliglöpum. Hjónin hafa ekki rætt mikið saman í gegnum árin og svo komið að Símon er nánast hættur að tala. Það er helst að þau ræða um hversdagslega hluti, en fortíðin er sem lokuð bók og hvorugt þeirra hefur sagt dætrunum þrem frá fortíð Símons.

Dæturnar leggja foreldrum sínum lið sem mest þær mega, en ráða síðan stúlku frá Litháen, Marija, sem verður fljótlega ómetanleg hjálparhella, en harkalegt tilsvar verður til þess að glufa opnast i þagnarmúr fortíðarinnar og smám saman birtast óþægileg sannindi sem verða til þess að brestir koma fjölskyldumyndina.

Sjáið viðtal við Merethe og nánari upplýsingar á vefsíðu Norðurlandaráðs.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál