Fréttir

Bókakaffi með Vilborgu Dagbjartsdóttur

Gestur í bókakaffi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs miðvikudagskvöldið 28. mars verður Vilborg Dagbjartsdóttir. Í Bókakaffinu mun Vilborg spjalla um skáldskapinn, börnin og kvennabaráttuna.

Í Bókakaffinu er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.

Bókakaffið hóf göngu sína í Gerðubergi haustið 2011 og er hluti af dagskrárröð sem boðið er upp á miðvikudagskvöldum í kaffihúsinu. Gestir eru hvattir til að kíkja við og eiga notalega stund í kaffihúsinu og taka þátt í skemmtilegri og fræðandi dagskrá.

Kvöldið byrjar kl. 20.00 og allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál