Fréttir

Á dagskrá um páska

Ingi Björn Guðnason hefur umsjá með útvarpsþættinum En allt eru þetta orð, þar sem fjallað verður um þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Þátturinn verður í tveimur hlutum en sá fyrri verður á dagskrá Rásar eitt á páskadag, sunnudaginn 8. maí, kl. 10.13. Seinni hluta verður útvarpað sunnudaginn þar á eftir kl. 10.15. Ríkisútvarpið endurflytur þetta síðan eftir einhverri góðri forskrift, og færir þetta auk þess upp á netið með tíð og tíma.

Dagskrá ríkisútvarpsins yfir upprisuhátíðina lofar annars góðu fyrir bóklynda páskaunga. Eiríkur Guðmundsson stýrir þætti um sköpunarverk Megasar, sem sendur verður út eftir hádegi á páskadag; á laugardag verður 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson leiklesin í heild, í upptöku frá 1958; Arndís Hrönn Egilsdóttir stýrir þætti um Lísu í Undralandi eftir Lewis Carrol, sem sendur verður út í þremur hlutum á fimmtudag, föstudag og sunnudag; Jane Austen ræðir matreiðslu á laugardaginn; og svo má afram halda.

Hátíðardagskrá Rásar eitt má nálgast í heild sinni á vefsíðu Ríkisútvarpsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál